Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:59 Rúnar Már spilaði á hægri kantinum í dag Vísir/vilhelm Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira