Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 18:45 Endurnýjun sjúkrabíla í landinu er í óvissu eftir að útboði vegna kaupa á nýjum bílum var frestað, en loka átti útboðinu eftir tvo daga. Til kaupanna átti að nota sjóð sem Velferðarráðuneytið hafði ekki aðgang að. Fréttastofan greindi fyrst frá því um miðjan mars að rekstur sjúkrabílanna væri í uppnámi þegar ríkið tilkynnti að samningur við Rauða kross Íslands yrði ekki framlengdur en Rauði krossinn hefur sinnt þjónustunni í um 90 ár. Fyrir tuttugu árum var stofnaður svokallaður Sjúkrabílasjóður sem notaður hefur verið til reksturs og endurnýjunar sjúkrabíla en framlög ríkisins og tekjur vegna sjúkraflutninga hafa runnið í sjóðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu var í mars kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga og þar var lagt til að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum. Engin endurnýjun hefur átt sér stað í bílaflotanum síðan 2015.Vísir/Stöð2Vegna málsins sendi Velferðarráðuneytið frá sér tilkynningu til fréttastofu í dag en þar segir: „Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Frestir og afhendingardagssetningar færast aftur til samræmis við það. Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur annast útvegun og rekstur sjúkrabíla og búnaðar fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins. Í mars á þessu ári, í kjölfar viðræðna við velferðarráðuneytið, tilkynnti RKÍ að hann segði sig frárekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa yfir við RKÍ hvað þetta varðar en þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir var ofangreind ákvörðun tekin um frestun útboðsins.“ Vísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði ríkið sér að nota fyrrnefndan sjúkrabílasjóð til kaupanna, en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins. Á það hafi verið bent af sérfræðingum, en ráðuneytið ekki áttað sig á því fyrr en búið var að opna fyrir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á nýjum bílum, að fjármagn fyrir kaupunum lægi ekki fyrir. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um eignarhald sjúkrabílanna, en opinberlega er eignarhaldið skráð á Rauða krossinn. Samningar milli aðila um yfirtöku á rekstrinum hefur ekki tekist og er það í höndum þriðja aðila að meta kostnaðinn á yfirtökunni. Samkvæmt þessu er ljóst að engin endurnýjun verður á þeim um áttatíu sjúkrabílum sem eru í landinu fyrr en í fyrsta lagi 2020, þegar yngsti bílinn verður orðinn fimm ára gamall. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Endurnýjun sjúkrabíla í landinu er í óvissu eftir að útboði vegna kaupa á nýjum bílum var frestað, en loka átti útboðinu eftir tvo daga. Til kaupanna átti að nota sjóð sem Velferðarráðuneytið hafði ekki aðgang að. Fréttastofan greindi fyrst frá því um miðjan mars að rekstur sjúkrabílanna væri í uppnámi þegar ríkið tilkynnti að samningur við Rauða kross Íslands yrði ekki framlengdur en Rauði krossinn hefur sinnt þjónustunni í um 90 ár. Fyrir tuttugu árum var stofnaður svokallaður Sjúkrabílasjóður sem notaður hefur verið til reksturs og endurnýjunar sjúkrabíla en framlög ríkisins og tekjur vegna sjúkraflutninga hafa runnið í sjóðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu var í mars kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga og þar var lagt til að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum. Engin endurnýjun hefur átt sér stað í bílaflotanum síðan 2015.Vísir/Stöð2Vegna málsins sendi Velferðarráðuneytið frá sér tilkynningu til fréttastofu í dag en þar segir: „Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Frestir og afhendingardagssetningar færast aftur til samræmis við það. Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur annast útvegun og rekstur sjúkrabíla og búnaðar fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins. Í mars á þessu ári, í kjölfar viðræðna við velferðarráðuneytið, tilkynnti RKÍ að hann segði sig frárekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa yfir við RKÍ hvað þetta varðar en þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir var ofangreind ákvörðun tekin um frestun útboðsins.“ Vísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði ríkið sér að nota fyrrnefndan sjúkrabílasjóð til kaupanna, en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins. Á það hafi verið bent af sérfræðingum, en ráðuneytið ekki áttað sig á því fyrr en búið var að opna fyrir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á nýjum bílum, að fjármagn fyrir kaupunum lægi ekki fyrir. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um eignarhald sjúkrabílanna, en opinberlega er eignarhaldið skráð á Rauða krossinn. Samningar milli aðila um yfirtöku á rekstrinum hefur ekki tekist og er það í höndum þriðja aðila að meta kostnaðinn á yfirtökunni. Samkvæmt þessu er ljóst að engin endurnýjun verður á þeim um áttatíu sjúkrabílum sem eru í landinu fyrr en í fyrsta lagi 2020, þegar yngsti bílinn verður orðinn fimm ára gamall.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15
Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30
Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46