Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 07:45 Jarðgas er brennt við olíupumpur í Nevada. Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar. Vísir/AP Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17