Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2018 05:30 Forsíður sænsku blaðanna segja allt sem segja þarf um óljóst framhald eftir kosningarnar. Vísir/EPA Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira