Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2018 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. Í mjúkri útgöngu felst áframhaldandi aðild að tollabandalaginu og innri markaði ESB gegn ýmsum málamiðlunum. Þessu hélt Steve Baker, fyrrverandi vararáðherra útgöngumála, fram í gær. Baker sagði af sér fyrr á árinu vegna andstöðu sinnar við stefnuna. Í síðustu viku lýsti Boris Johnson, sem hætti í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu, stefnu May sem sjálfsmorðssprengjuvesti um bresku stjórnarskrána. Íhaldsflokkurinn heldur landsfund um mánaðamótin. Baker sagðist í gær óttast að útkoma fundarins verði sú að May ætli að ná sínu fram með aðstoð þingmanna Verkamannaflokksins. „Þá held ég að samninganefnd ESB myndi sjá það vel að Íhaldsflokkurinn hefði klofnað í herðar niður.“ Íhaldsflokkurinn hefur 316 þingmenn á þinginu. 326 myndu teljast meirihluti en flokkurinn nýtur stuðnings norðurírska DUP-flokksins og skríður þannig yfir þröskuldinn. Ef áttatíu Íhaldsmenn kysu gegn May er ljóst að hún þyrfti að reiða sig á stjórnarandstöðuna. Rúmt hálft ár er í útgöngudag, 29. mars. Þótt tiltölulega stuttur tími sé til stefnu er enn margt óljóst um hvernig útgöngu verður háttað. Enginn endanlegur samningur hefur verið gerður og í ljósi óánægjunnar innan Íhaldsflokksins er ekki víst hvort May myndi ná slíkum samningi í gegnum þingið. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. Í mjúkri útgöngu felst áframhaldandi aðild að tollabandalaginu og innri markaði ESB gegn ýmsum málamiðlunum. Þessu hélt Steve Baker, fyrrverandi vararáðherra útgöngumála, fram í gær. Baker sagði af sér fyrr á árinu vegna andstöðu sinnar við stefnuna. Í síðustu viku lýsti Boris Johnson, sem hætti í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu, stefnu May sem sjálfsmorðssprengjuvesti um bresku stjórnarskrána. Íhaldsflokkurinn heldur landsfund um mánaðamótin. Baker sagðist í gær óttast að útkoma fundarins verði sú að May ætli að ná sínu fram með aðstoð þingmanna Verkamannaflokksins. „Þá held ég að samninganefnd ESB myndi sjá það vel að Íhaldsflokkurinn hefði klofnað í herðar niður.“ Íhaldsflokkurinn hefur 316 þingmenn á þinginu. 326 myndu teljast meirihluti en flokkurinn nýtur stuðnings norðurírska DUP-flokksins og skríður þannig yfir þröskuldinn. Ef áttatíu Íhaldsmenn kysu gegn May er ljóst að hún þyrfti að reiða sig á stjórnarandstöðuna. Rúmt hálft ár er í útgöngudag, 29. mars. Þótt tiltölulega stuttur tími sé til stefnu er enn margt óljóst um hvernig útgöngu verður háttað. Enginn endanlegur samningur hefur verið gerður og í ljósi óánægjunnar innan Íhaldsflokksins er ekki víst hvort May myndi ná slíkum samningi í gegnum þingið.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira