Keppnin í ár fer fram í Lissabon í Portúgal en Ari er annar á svið í kvöld sem er fyrra undanúrslitakvöldið af tveimur. Flytur hann lagið Our Choice.
Eins og undanfarin ár má búast við því að Íslendingar láti í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem notast er við myllumerkið #12stig.
Hér fyrir neðan verða tekin saman bestu tístin og greinin uppfærð jafnt og þétt á meðan á keppni stendur en einnig er hægt að fylgjast með umræðunni á #12stig neðst í fréttinni.
Það er þriðjudagur og Eurovision eins og sést.
Ástæðan fyrir að ég hef og mun alltaf hatað Eurovision? #12stig pic.twitter.com/tOcjA0qjdq
— Aron Páll Gylfason (@heilagursjomli) May 8, 2018
Æææj Ari þú ert nú meira krúttið#12stig
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 8, 2018
Ég tárast sjaldan af þjóðarstolti en Ari er bara það einlægasta og fallegasta sem hefur komið fyrir okkur lengi #12stig
— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) May 8, 2018
Vá. Besti flutningur Íslands síðan 2009. #12stig
— Ármann Örn (@armannorn) May 8, 2018
Tékkarnir gleymdu að setja lag í taktinn sinn. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 8, 2018
Góði guð sjáðu til þess að þessi kona vinni ekki keppnina, ég meika ekki að heyra lagið aftur. Ég vil lifa frekar heill á geði aðeins lengur. #ekkinett á #12stig
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) May 8, 2018
Ok, ég er að löva það að Eistland hafi komið aftur með kjóla-vörpunar konseptið sem Moldavía byrjaði með árið 2013 (sem er by the way uppáhalds Eurovision árið mitt) #Estonia #12stig #söng_ari pic.twitter.com/tVuRZCxMqa
— Hildur M. Friðriksd. (@hildurmf) May 8, 2018
I am so grateful! Happy Eurovision you all#isl #12stig #eurovision pic.twitter.com/iVangYdNXw
— Ari Ólafsson (@ALafsson) May 8, 2018
Sá enga raftækjaverslun auglýsa endurgreidd sjónvörp ef Ísland vinnur. Hvar er draumurinn?#12stig
— Golli-Kjartan Þorbj. (@gollmundur) May 8, 2018
Glæsilegt Ari! Til hamingju með frábæra frammistöðu #12stig #Eurovision
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) May 8, 2018
Kæri nágranni. Það eru föðurlandssvik að vera að bora í vegg meðan #12stig er í gangi. Þetta endar mjög líklega í einhverju Undir trénu máli milli okkar nema þú sjáir að þér hið snarasta.
— Fanney Birna (@fanneybj) May 8, 2018
Írinn verður hæstur á stigatöflunni í kvöld #takkAri #ruv #12stig #Eurovision #allaleid #fases #AllAboard #isl
— Einar Bardar (@Einarbardar) May 8, 2018
Hversu margar þjóðir (fyrir utan Ísland) ætli séu að auglýsa hellur í skjáauglýsingum í Eurovision útsendingunni sinni? #12stig
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) May 8, 2018