Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 15:42 Tilraunir Macron til að tala um fyrir Trump um kjarnorkusamninginn báru engan árangur. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018 Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45
Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18