Geta skimanir skaðað? Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun