Landsliðskonurnar geta ekki fengið sér ís án þess að Phil viti af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 15:30 Phil Neville aðstoðar leikmann í miðjum leik en aðstoðardómarinn er ekki alveg sáttur við hann. Visir/Getty Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira