Landsliðskonurnar geta ekki fengið sér ís án þess að Phil viti af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 15:30 Phil Neville aðstoðar leikmann í miðjum leik en aðstoðardómarinn er ekki alveg sáttur við hann. Visir/Getty Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira