Erlent

Angelina Jolie útilokar ekki að fara í pólitík

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Angelina Jolie.
Angelina Jolie. Getty/Mark R. Milan
Leikkonan og erindreki Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna Angelina Jolie gaf það til kynna í viðtali á BBC að hún væri að íhuga að láta að sér kveða í stjórnmálum. Í viðtalinu sagði Jolie að fyrir 20 árum hefði slíkt aldrei getað komið til greina, en staðan væri önnur í dag. „Ég fer þangað sem þörfin er,“ sagði Jolie.

„Ég veit ekki hvort ég er hæf til að gegna embætti, aftur á móti þá hef ég grínast með það að það sé ólíklegt að ég eigi fleiri gleymdar beinagrindur í skápnum.“

Jolie hefur beitt sér fyrir mannréttindum flóttafólks og barist gegn kynbundnu ofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×