Susan Polgar minnist Bobby Fischer með hlýhug á 75 ára afmæli hans Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 20:30 Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Skák Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Skák Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira