Var að selja krakk en komst inn í NBA-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 22:00 Francis segir sínum mönnum í Rockets til. vísir/getty Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“ NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira