Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:15 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér. Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér.
Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20