Flokkur fólksins boðar mikla flugeldasýningu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2018 08:00 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir stöðu margra í samfélaginu miklu verri en ráðamenn haldi fram. Vísir/Anton Brink „Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira