Viðskipti innlent

Guðrún áfram formaður SI

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir. vísir/anton brink
Guðrún Hafsteinsdóttir var endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins með tæplega 90 prósentum greiddra atkvæða á aðalfundi í gær. Hún verður því formaður næsta árið. 

Í ræðu á þinginu sagðist Guðrún vera hugsi yfir því að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé ekkert minnst á iðnað.

„Orðið „iðnaður“ kemur ekki fyrir í gjörvöllum sáttmálanum. Þar eru sérstakir kaflar um landbúnað, sjávarútveg, ferðaþjónustu og fjármálakerfið. En ekki eitt orð um iðnað þrátt fyrir að iðnaður á Íslandi skapi nær 30% landsframleiðslunnar,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×