Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 14:11 Mjótt var á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir tveimur árum. Þeir sem gengu í London í dag kröfðust þess að fá að greiða atkvæði um samning ríkisstjórnarinnar við ESB um útgönguna. Vísir/EPA Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina. Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina.
Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57