"Að vera ennþá góður 14 árum seinna, það er sko hæfileiki“ Ritstjórn skrifar 18. janúar 2018 20:00 Glamour/Getty „Ég sagði ekki séns, ég ætla ekki að vera föst í læknaþætti í fimm ár. Ertu genginn af göflunum? Ég er leikkona.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð leikkonunnar Ellen Pompeo þegar umboðsmaður hennar hvatti hana fyrst til að fara í prufur fyrir sjónvarpsþættina vinsælu Grey´s Anatomy. Pompeo er í einlægu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Hollywood Reporter þar sem hún lætur allt flakka. Pompeo skrifaði í lok síðasta árs undir nýjan samning sem gerir hana að hæst launuðustu leikkonum í dramaþáttum í Bandaríkjunum. Hún fær um 600 þúsund dollara á þátt plús fríðindi. Samningurinn hljóðar upp á tuttugu milljónir Bandaríkjadala. Í viðtalinu talar hún meðal annars um hvernig hún fór að því að biðja um launin sem henni þótti hún eiga skilið. Fyrsta hlutverk Pompeo, sem tekið var eftir, var árið 2002 þegar hún lék í myndinni Moonlight Mile og fjölmargir frægir leikstjórar vildu vinna með henni. En árið 2004 var ekkert að gerast í hinum erfiða heimi Hollywood og Pompeo fór því í prufuna sem hún vildi ekki fara í - og óhætt að segja að það hafi breytt lífi hennar. Læknadramað Grey´s Anatomy er núna á sinni fjórtándu seríu og er Pompeo þar í lykilhlutverki. Mögulega verða gerðar tvær seríur í viðbót en framleiðendur þáttanna hafa sagt að það velti á hversu lengi Pompeo fæst til að vera með. Shonda Rhimes og Ellen Pompeo.Manneskjan á bakvið þættina er Shonda Rhimes, sem er nú orðin ein sú áhrifamesta innan sjónvarpsgeirans vestanhafs og er þeim Pompeo vel til vina. Fyrir síðasta samning hvatti hún einmitt Pompeo til að biðja um þá summu sem henni þótti hún eiga skilið. „Ákveddu hvers virði þér finnst þú vera og biddu svo um það. Enginn er bara að fara að gefa þér það,“ voru ráð Rhimes auk þess sem hún segir konur oft mikla fyrir sér að biðja um of háar summur því að þær eru hræddar um að styggja samstarfsfólk sitt. „Ég veit að þegar karlar labba inn í launaviðtöl og fara þeir inn með hörku og biðja um allan heiminn.“ Leikarar í Hollywood hafa ekki viljað mikið ræða launin sín en Pompeo ákvað að gera það, til að setja fordæmi fyrir aðra, sérstaklega konur. Í viðtalinu talar hún einmitt um að það hafi opnast gluggi fyrir hana þegar hinn aðalleikari þáttanna, Patrick Dempsey hætti árið 2015. Það setti hana í nýja og betri samningsstöðu. Leikarar Grey´s Anatomy í 14 seríu þáttana vinsælu.„Ég er 48 ára núna og ég er loksins komin á þann stað að ég get beðið um það sem ég á skilið, sem er eitthvað sem kemur bara með aldrinum. Vegna þess að ég er ekki vinsælasta leikkonan í þessum geira. Ég veit að þannig horfir bransinn á mig því ég er búin að leika sama karakterinn í 14 ár. En sannleikurinn er sá að allir geta verið góðir í fyrstu og annarri seríu. Að vera ennþá góður 14 árum seinna? Það er sko hæfileiki.“ Ellen Pompeo á svo sannarlega mikið í velgengni þáttanna Grey´s Anatomy en auk þess að leika er hún að framleiða og leikstýra eintökum þáttum. Við mælum með lestri hér. How Ellen Pompeo became TV's $20M woman. Link in profile. Photo: @mrmikerosenthal A post shared by Hollywood Reporter (@hollywoodreporter) on Jan 17, 2018 at 6:47am PST Mest lesið Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Eltar af ljósmyndurum í nýjustu herferð Balenciaga Glamour
„Ég sagði ekki séns, ég ætla ekki að vera föst í læknaþætti í fimm ár. Ertu genginn af göflunum? Ég er leikkona.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð leikkonunnar Ellen Pompeo þegar umboðsmaður hennar hvatti hana fyrst til að fara í prufur fyrir sjónvarpsþættina vinsælu Grey´s Anatomy. Pompeo er í einlægu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Hollywood Reporter þar sem hún lætur allt flakka. Pompeo skrifaði í lok síðasta árs undir nýjan samning sem gerir hana að hæst launuðustu leikkonum í dramaþáttum í Bandaríkjunum. Hún fær um 600 þúsund dollara á þátt plús fríðindi. Samningurinn hljóðar upp á tuttugu milljónir Bandaríkjadala. Í viðtalinu talar hún meðal annars um hvernig hún fór að því að biðja um launin sem henni þótti hún eiga skilið. Fyrsta hlutverk Pompeo, sem tekið var eftir, var árið 2002 þegar hún lék í myndinni Moonlight Mile og fjölmargir frægir leikstjórar vildu vinna með henni. En árið 2004 var ekkert að gerast í hinum erfiða heimi Hollywood og Pompeo fór því í prufuna sem hún vildi ekki fara í - og óhætt að segja að það hafi breytt lífi hennar. Læknadramað Grey´s Anatomy er núna á sinni fjórtándu seríu og er Pompeo þar í lykilhlutverki. Mögulega verða gerðar tvær seríur í viðbót en framleiðendur þáttanna hafa sagt að það velti á hversu lengi Pompeo fæst til að vera með. Shonda Rhimes og Ellen Pompeo.Manneskjan á bakvið þættina er Shonda Rhimes, sem er nú orðin ein sú áhrifamesta innan sjónvarpsgeirans vestanhafs og er þeim Pompeo vel til vina. Fyrir síðasta samning hvatti hún einmitt Pompeo til að biðja um þá summu sem henni þótti hún eiga skilið. „Ákveddu hvers virði þér finnst þú vera og biddu svo um það. Enginn er bara að fara að gefa þér það,“ voru ráð Rhimes auk þess sem hún segir konur oft mikla fyrir sér að biðja um of háar summur því að þær eru hræddar um að styggja samstarfsfólk sitt. „Ég veit að þegar karlar labba inn í launaviðtöl og fara þeir inn með hörku og biðja um allan heiminn.“ Leikarar í Hollywood hafa ekki viljað mikið ræða launin sín en Pompeo ákvað að gera það, til að setja fordæmi fyrir aðra, sérstaklega konur. Í viðtalinu talar hún einmitt um að það hafi opnast gluggi fyrir hana þegar hinn aðalleikari þáttanna, Patrick Dempsey hætti árið 2015. Það setti hana í nýja og betri samningsstöðu. Leikarar Grey´s Anatomy í 14 seríu þáttana vinsælu.„Ég er 48 ára núna og ég er loksins komin á þann stað að ég get beðið um það sem ég á skilið, sem er eitthvað sem kemur bara með aldrinum. Vegna þess að ég er ekki vinsælasta leikkonan í þessum geira. Ég veit að þannig horfir bransinn á mig því ég er búin að leika sama karakterinn í 14 ár. En sannleikurinn er sá að allir geta verið góðir í fyrstu og annarri seríu. Að vera ennþá góður 14 árum seinna? Það er sko hæfileiki.“ Ellen Pompeo á svo sannarlega mikið í velgengni þáttanna Grey´s Anatomy en auk þess að leika er hún að framleiða og leikstýra eintökum þáttum. Við mælum með lestri hér. How Ellen Pompeo became TV's $20M woman. Link in profile. Photo: @mrmikerosenthal A post shared by Hollywood Reporter (@hollywoodreporter) on Jan 17, 2018 at 6:47am PST
Mest lesið Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Eltar af ljósmyndurum í nýjustu herferð Balenciaga Glamour