Lífið

Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar Erling verður í ítarlegu viðtali í þættinum Burðadýr á sunnudagskvöldið.
Ragnar Erling verður í ítarlegu viðtali í þættinum Burðadýr á sunnudagskvöldið.

„Það var mitt markmið áður en ég kom heim að ég ætlaði að segja söguna mína til þess að hjálpa öðrum,“ segir Ragnar Erling Hermannsson sem í maí árið 2009, þá 24 ára gamall, var tekinn með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum á alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu.

Ragnar ræddi um þá lífsreynslu í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann kemur fram í heimildaþáttaröðinni Burðardýr og var brot úr fyrsta þættinum sýnt í gær. Einnig var rætt við Daníel Inga Bjarnason, leikstjóra Burðardýra.

„Ég náði að aðlaga mig því hugafari til að nýta þetta til að styrkja mig og hjálpa öðrum að læra af því. Við getum stjórnað hugafari okkar á þann hátt. Við getum annað hvort séð þetta sem sorglegan hlut og vorkennt okkur. Eða bara hugsað þetta sem reynslu sem hægt sé að nýta sér.“

Þættirnir eru framleiddir af Skot Productions fyrir Stöð 2 og fyrsti þáttur af sex verður sýndur sunnudagskvöldið 21. janúar næstkomandi.

Ragnar segir að það sem hafi erfið erfiðast úti í Brasilíu hafi verið hausinn á honum.

„Það var erfiðast að díla við hausinn á mér. Að díla við þær hugsanir að ég væri svo mikið fórnalamb aðstæðna. Maður gerir allt svo miklu verra þegar hausinn á manni fer á fullt. Ég heafði svo mikinn tíma þarna úti í Brasilíu og hugsaði oft hluti eins og af hverju geri ég mér þetta?“

Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gærkvöldi í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.