NBA: Skvettubræðurnir sjóðheitir með Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 07:15 Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109 NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga