Þetta eru hættulegustu gatnamót landsins Baldur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Umferðin á Miklubraut er þung á mestu annatímum. Vísir/Ernir „Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira