Erlent

Stúlka lét lífið eftir að hoppukastali sprakk

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla girt af svæðið í kringum kastalann eftir slysið í morgun.
Lögregla girt af svæðið í kringum kastalann eftir slysið í morgun. Vísir/ap
Ung stúlka lét lífið eftir að hafa kastast um sex metra upp í loftið þegar hoppukastali sprakk á strönd í Norfolk í austurhluta Englands fyrr í dag.

Atvikið átti sér stað á Gorleston-ströndinni um klukkan 11 í morgun að staðartíma og var hún flutt á James Paget sjúkrahúsið en ekki tókst að bjarga lífi hennar.

BBC  greinir frá því að lögregla hafi girt af svæðið í kringum hoppukastalann, en fjölmenni var á ströndinni þar sem gestir voru að njóta sólarinnar.

Sjónarvottar segja að kastalinn hafi „sprungið“ og við það hafi stúlkan kastast upp í loftið. Sjúkralið var mætt á staðinn um fjórum mínutum eftir að fyrstu tilkynningar bárust neyðarlínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×