Hlýnun sögð breyta Barentshafi í anga Atlantshafsins Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2018 09:00 Hafís á Barentshafi hefur orðið af skornum skammti undanfarin ár eftir því sem hlýnar á norðurskautinu. Hop íssins hefur veruleg áhrif á aðstæður í hafinu. Vísir/Getty Aðstæður í Barentshafi austur af Svalbarða hafa breyst svo mjög með hraðri hlýnun að vísindamenn segja nú að það líkist nú meir anga af Atlantshafi en dæmigerðu íshafi. Íslenskur veðurfræðingur segir breytingarnar ekki endilega komnar til að vera strax. Washington Post segir frá nýrri rannsókn Sigridar Lind frá Hafrannsóknastofnuninni í Tromsö í Noregi og tveggja félaga hennar frá Háskólanum í Björgvin á hita og seltu í norðanverðu Barentshafi. Hnattræn hlýnun er hröðust á norðurskautinu og sérstaklega á þessu hafsvæði. Þar hefur hlýnað um 1,5°C frá aldamótum. Þessi hraða hlýnun veldur breytingum á eiginleikum hafsvæðisins að mati Lind og félaga. Fram að þessu hefur það borið einkenni íshafs með fljótandi hafís sem myndaði ferskvatnslag efst í sjónum þegar hann bráðnaði. Það kom í veg fyrir að hiti úr hafinu slyppi út í loftið og tryggði lagskiptingu sjávarins þar sem kaldari og ferskari sjór var við yfirborðið en hlýrri straumar úr Atlantshafinu voru fyrir neðan. Vegna hlýnunarinnar hefur gengið mikið á hafísinn á norðurskautinu og berst hann því síður niður í Baranteshaf. Þegar hafísinn er ekki lengur til staðar berst minna af ferskvatni í sjóinn og hlýrri sjór af meira dýpi leitar upp að yfirborðinu. Þannig veikist lagskipting hafsins. Lind og félagar segja að aðstæður í norðanverðu Baranteshafinu líkist nú meir þeim sem þekkjast í Atlantshafinu fyrir sunnan. Niðurstöður rannsóknar þeirra birtust í vísindaritinu Nature Climate Change. „Þetta svæði er að hliðrast að loftslagi Atlantshafsins og það er að gerast hratt,“ segir Lind við Washington Post. Hún telur að hafísinn sé að færa sig frá Barentshafi og hann komi ekki aftur. Hafísinn gæti náð sér aftur á strik tímabundið Breytingarnar telja þau geta haft mikil áhrif á lífríki hafsins. Þorsveiðar í Barentshafi gætu færst norðar á bóginn en þær heimskautategundir gætu hörfað enn norðar. Þá gæti breytt loftslags á þessum slóðum haft veruleg áhrif á veðurfar og valdið veðuröfgum á meginlandi Evrópu og Asíu. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir það ekki koma á óvart að eðlisbreyting sé að verða á Barentshafinu. Þar hafi orðið miklar breytingar á veðri og hita vegna hnattrænnar hlýnunar. Sumir vilji meina að þegar sjáist merki um áhrif hops hafíssins í sumarveðráttunni og að hringrás loftstrauma í kringum norðurhvelið hafi breyst þegar frá aldamótum. „Eflaust þarf nú lengri tíma til þess að segja eitthvað af eða á með það hvort að það sé einhver leitni sem er orðin eða hvort þetta sé partur af stórum og miklum sveiflum sem eru ævinlega á þessu svæði,“ segir hann. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að gríðarlegar breytingar hafi orðið á Barentshafi, ekki síst eftir 2010.Vísir/Auðunn Einar er ekki sannfærður um að eðlisbreyting Barentshafsins sé komin til að vera, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Þekkt sé að miklar sveiflur verði í hafísþekjunni á þessu svæði. Það sé flæði ferskvatns frá stórfljótum sem renna út í Norður-Íshafið sem ráði lagskiptingu hafsins. Vindafar hafi svo mest að segja um myndun hafíss. Ekki þurfi annað til en breytingu á vindum til þess að hafísnum á Barentshafi byrji að vaxa ásmegin á ný. „Ég er ekkert viss um að þetta sé eitthvað varanlegt og endalegt þó að breytingin sé alveg gríðarlega mikil. Eitthvað af henni getur komið til baka. Það er í raun og vera bara veður og vindar sem ráða því vegna þess að það er alveg klárlega til staðar ferskvatn sem liggur þarna ofan á,“ segir Einar en telur að slíkur viðsnúningur gæti tekið einhver ár. Til lengri tíma litið segir Einar að hop hafíssins sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi haldi áfram. Hlýnunin sé ekki beinlínuleg heldur gerist hún í rykkjum með tímabilum á milli þar sem hafísinn jafnar sig. „Þetta gerist í svona stökkum,“ segir Einar. Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aðstæður í Barentshafi austur af Svalbarða hafa breyst svo mjög með hraðri hlýnun að vísindamenn segja nú að það líkist nú meir anga af Atlantshafi en dæmigerðu íshafi. Íslenskur veðurfræðingur segir breytingarnar ekki endilega komnar til að vera strax. Washington Post segir frá nýrri rannsókn Sigridar Lind frá Hafrannsóknastofnuninni í Tromsö í Noregi og tveggja félaga hennar frá Háskólanum í Björgvin á hita og seltu í norðanverðu Barentshafi. Hnattræn hlýnun er hröðust á norðurskautinu og sérstaklega á þessu hafsvæði. Þar hefur hlýnað um 1,5°C frá aldamótum. Þessi hraða hlýnun veldur breytingum á eiginleikum hafsvæðisins að mati Lind og félaga. Fram að þessu hefur það borið einkenni íshafs með fljótandi hafís sem myndaði ferskvatnslag efst í sjónum þegar hann bráðnaði. Það kom í veg fyrir að hiti úr hafinu slyppi út í loftið og tryggði lagskiptingu sjávarins þar sem kaldari og ferskari sjór var við yfirborðið en hlýrri straumar úr Atlantshafinu voru fyrir neðan. Vegna hlýnunarinnar hefur gengið mikið á hafísinn á norðurskautinu og berst hann því síður niður í Baranteshaf. Þegar hafísinn er ekki lengur til staðar berst minna af ferskvatni í sjóinn og hlýrri sjór af meira dýpi leitar upp að yfirborðinu. Þannig veikist lagskipting hafsins. Lind og félagar segja að aðstæður í norðanverðu Baranteshafinu líkist nú meir þeim sem þekkjast í Atlantshafinu fyrir sunnan. Niðurstöður rannsóknar þeirra birtust í vísindaritinu Nature Climate Change. „Þetta svæði er að hliðrast að loftslagi Atlantshafsins og það er að gerast hratt,“ segir Lind við Washington Post. Hún telur að hafísinn sé að færa sig frá Barentshafi og hann komi ekki aftur. Hafísinn gæti náð sér aftur á strik tímabundið Breytingarnar telja þau geta haft mikil áhrif á lífríki hafsins. Þorsveiðar í Barentshafi gætu færst norðar á bóginn en þær heimskautategundir gætu hörfað enn norðar. Þá gæti breytt loftslags á þessum slóðum haft veruleg áhrif á veðurfar og valdið veðuröfgum á meginlandi Evrópu og Asíu. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir það ekki koma á óvart að eðlisbreyting sé að verða á Barentshafinu. Þar hafi orðið miklar breytingar á veðri og hita vegna hnattrænnar hlýnunar. Sumir vilji meina að þegar sjáist merki um áhrif hops hafíssins í sumarveðráttunni og að hringrás loftstrauma í kringum norðurhvelið hafi breyst þegar frá aldamótum. „Eflaust þarf nú lengri tíma til þess að segja eitthvað af eða á með það hvort að það sé einhver leitni sem er orðin eða hvort þetta sé partur af stórum og miklum sveiflum sem eru ævinlega á þessu svæði,“ segir hann. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að gríðarlegar breytingar hafi orðið á Barentshafi, ekki síst eftir 2010.Vísir/Auðunn Einar er ekki sannfærður um að eðlisbreyting Barentshafsins sé komin til að vera, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Þekkt sé að miklar sveiflur verði í hafísþekjunni á þessu svæði. Það sé flæði ferskvatns frá stórfljótum sem renna út í Norður-Íshafið sem ráði lagskiptingu hafsins. Vindafar hafi svo mest að segja um myndun hafíss. Ekki þurfi annað til en breytingu á vindum til þess að hafísnum á Barentshafi byrji að vaxa ásmegin á ný. „Ég er ekkert viss um að þetta sé eitthvað varanlegt og endalegt þó að breytingin sé alveg gríðarlega mikil. Eitthvað af henni getur komið til baka. Það er í raun og vera bara veður og vindar sem ráða því vegna þess að það er alveg klárlega til staðar ferskvatn sem liggur þarna ofan á,“ segir Einar en telur að slíkur viðsnúningur gæti tekið einhver ár. Til lengri tíma litið segir Einar að hop hafíssins sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi haldi áfram. Hlýnunin sé ekki beinlínuleg heldur gerist hún í rykkjum með tímabilum á milli þar sem hafísinn jafnar sig. „Þetta gerist í svona stökkum,“ segir Einar.
Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00