Hetja Króata spilar alltaf í sama bolnum til að minnast vinar síns Dagur Lárusson skrifar 1. júlí 2018 23:30 Hér má sjá bolinn. vísir/getty Markvörðurinn Danijel Subasic var hetja Króata í 16-liða úrslitunum gegn Dönum í kvöld en hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni. Subasic fagnaði vel í leikslok og mátti sjá bol sem hann klæddist innan undir markmannstreyjunni. Bolur sem rekur sorgarsögu um látinn vin Subasic sem hann minnist í hverjum leik sem hann spilar. Fyrir um 10 árum var Subasic að spila fyrir króatískt lið í króatísku fyrstu deildinni og í einum leiknum átti hræðilegt atvik sér stað. Þá sendi Subasic boltann í átt að vini sínum Hrvoje Custic sem elti boltann án þess að horfa fram fyrir sig og lenti á vegg og lést samstundis. Eftir þetta atvik hefur Subasic alltaf leikið í sama bolnum innan undir keppnistreyju sinni en á þeim bol er mynd af látna vini hans.Að neðan má sjá myndband til minningar um Hrvoje Custic þar sem meðal annars er rætt við Subasic og sjá má slysið sem leiddi til dauða Custic. Croatian GK Danijel Subašić, the hero of the #CRODEN match today always wears a shirt with an image of his late friend Hrvoje Ćustić, who died 10 years ago after hitting a concrete wall during a match of the Croatian league, trying to receive the ball Subašić sent towards him. pic.twitter.com/6PYcskugB7— Jas Frank (@JasMFrank) July 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Markvörðurinn Danijel Subasic var hetja Króata í 16-liða úrslitunum gegn Dönum í kvöld en hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni. Subasic fagnaði vel í leikslok og mátti sjá bol sem hann klæddist innan undir markmannstreyjunni. Bolur sem rekur sorgarsögu um látinn vin Subasic sem hann minnist í hverjum leik sem hann spilar. Fyrir um 10 árum var Subasic að spila fyrir króatískt lið í króatísku fyrstu deildinni og í einum leiknum átti hræðilegt atvik sér stað. Þá sendi Subasic boltann í átt að vini sínum Hrvoje Custic sem elti boltann án þess að horfa fram fyrir sig og lenti á vegg og lést samstundis. Eftir þetta atvik hefur Subasic alltaf leikið í sama bolnum innan undir keppnistreyju sinni en á þeim bol er mynd af látna vini hans.Að neðan má sjá myndband til minningar um Hrvoje Custic þar sem meðal annars er rætt við Subasic og sjá má slysið sem leiddi til dauða Custic. Croatian GK Danijel Subašić, the hero of the #CRODEN match today always wears a shirt with an image of his late friend Hrvoje Ćustić, who died 10 years ago after hitting a concrete wall during a match of the Croatian league, trying to receive the ball Subašić sent towards him. pic.twitter.com/6PYcskugB7— Jas Frank (@JasMFrank) July 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira