Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 13:28 Fáni Mexíkó var á lofti á síðustu stuðningsmannasamkomu frambjóðandans Jose Antonio Meade, en hann þykir ólíklegur til sigurs í dag. Vísir/EPA Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira