Brunson kominn aftur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 19:42 Brunson biður fyrir Trump í Hvíta húsinu. AP/Jacquelyn Martin Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira