Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2018 14:27 Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda eru sammála um að fyrirsjáanlegt hafi verið að Hæstiréttur dæmdi bann við innflutningi á hráu kjöti ólöglegt. Bændur vilja engu að síður halda í óbreytt ástand en innflytjendur að innflutningur verði leyfður sem fyrst. Hæstiréttur dæmdi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst. Samtök verslunar og þjónustu kvörtuðu upphaflega vegna bannsins til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) árið 2011. EFTA-dómstólinn taldi bann íslenskra stjórnvalda stríða gegn EES-samningnum í úrskurði í fyrra. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnurekenda, ræddu dóminn í umræðuþættinum Víglínunni í hádeginu. Í ljósi fyrri úrskurða ESA og EFTA sögðu þeir báðir að niðurstaða Hæstaréttar nú væri ekki óvænt. Ólafur sagði dóminn endapunkt á skrýtinni sögu. Þegar Alþingi hafi samþykkt að taka matvælalöggjöf Evrópusambandsins upp í EES-samninginn í kringum aldamót hafi það jafnframt ákveðið að viðhalda banni við innflutningi hrás kjöts þrátt fyrir vitneskju um að það væri brot á samningnum. Sindri sagði umhugsunarvert að bannið hafi verið dæmt ólöglegt í ljósi þess að heimild væri í EES-samningnum fyrir því að vernda búfé og lýðheilsu. Bændur væru sammála rökum ríkisins um mikilvægi þess að verja búfjárstofna og lýðheilsu þar sem hætta væri á að smit bærist til landsins með hráu kjöti. Dæmi væru um að það hefði gerst á Íslandi á miðri 20. öld þegar svín komust í matarafganga frá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Á móti benti Ólafur á að í aðdraganda þess að matvælalöggjöfin var tekin upp á Íslandi hafi sem sérfræðingar sem veittu íslenskum stjórnvöldum vísindaleg ráðgjöf talið að hætta á að smit bærist til landsins væri hverfandi vegna sameiginlegs eftirlits- og viðbragðskerfi Evrópulanda. Meiri hætta væri á að smit bærust með straumi ferðamanna til landsins. „Ég held að þetta hafi alla tíð verið af hálfu íslenskra stjórnvalda svokölluð tæknileg viðskiptahindrun. Hún var ekki reist á traustum vísindalegum grunni og það hefur ekkert breyst nema síður sé,“ sagði Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Of dýrt að banna Sindri ítrekaði sjónarmið sín um sérstöðu íslensks landbúnaðar hvað sýklalyfja- og hormónanotkun varðaði. Þannig gætu íslenskir neytendur til dæmis treyst því að íslenskt alifuglakjöt væri ekki smitað af salmonellu. Ólafur viðurkenndi að alltaf væri einhver hætta til staðar við viðskipti með matvæla þar sem þau væru viðkvæm vara. Hins vegar þyrfti að meta hvert tapið væri af því að leggja stein í götu viðskipta. Benti hann á að meiri hætta af dýrasjúkdómum og ssýklalyfjaónæmi stafaði af frárennslismálum á landsbyggðinni og fjölda ferðamanna en innflutningi á kjöti. „Viðbrögð okkar við þeirri hættu er ekki að banna ferðamönnum að koma til landsins. Það er að hafa varann á okkar, gera varúðarráðstafanir, gera viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur upp á til þess að lágmarka áhættuna og tryggja að brugðist sé við ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Ólafur. Ekki væri réttlætanlegt að útiloka hættuna vegna þess að svo mikið þjóðhagslegt tap hlytist f því. Það sama ætti við um innflutning á ferskum matvælum. „Þjóðhagslegt tap af því að viðhalda banninu er einfaldlega svo mikið að það er ekki réttlætanlegt,“ sagði Ólafur. Óbreytt ástand eða innflutning sem fyrst Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, lýsti því yfir að til greina kæmi að Ísland hætti þátttöku í EES-samningnum vegna málsins. Sindri sagðist ekki leggja það til. Gestir þáttarins voru spurðir að því hvaða skilaboð þeir vildu senda þingmönnum sem vinna að lögum í kjölfar þess að innflutningsbannið var dæmt ólöglegt. Sindri sagðist vilja að áfram yrði haldið á lofti rökum um vernd búfjárstofna og lýðheilsu. Þá væri eðlilegt að ræða lögfræði EES-samningsins. „Það væri óskastaða að viðhalda því ástandi sem er núna, að halda frystiskyldunni það væri óskastaða. En til vara verðum við allavegana að fá umþóttunartíma til að búa okkur undir þetta ef þetta á að verða,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Ólafur andæfði því og sagði að bændur og ríkið hefðu þegar haft níu ár til að búa sig undir breytingarnar. Krafist hann þess að stjórnvöld kláruðu ferlið strax og leyfðu svo innflutning á hráu kjöti til landsins. „Allt annað er að viðhalda lögbrotum,“ fullyrti Ólafur.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Stefán KarlssonHeimabagginn hollur Sindri vísaði meðal annars til loftslagssjónarmiða gegn því að flytja matvæli til landsins. „Hollur er heimafenginn baggi. Við verðum bara að hugsa þetta upp á nýtt og reyna að framleiða sem allra mest af mat á Íslandi,“ sagði Sindri. Spurði Ólafur þá hvort að Íslendingar ættu líka að hætta að flytja út fisk af sömu sjónarmiðum. „Af hverju ættum við ekki að nýta okkur það þegar við getum framleitt mest af þessu sjálf hérna heima næst markaðinum?“ spurði Sindri á móti. „Það er ekki víst að við náum að borða allt lamba- og svínakjötið ef við þurfum líka að borða allan fiskinn, sko. Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda eru sammála um að fyrirsjáanlegt hafi verið að Hæstiréttur dæmdi bann við innflutningi á hráu kjöti ólöglegt. Bændur vilja engu að síður halda í óbreytt ástand en innflytjendur að innflutningur verði leyfður sem fyrst. Hæstiréttur dæmdi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst. Samtök verslunar og þjónustu kvörtuðu upphaflega vegna bannsins til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) árið 2011. EFTA-dómstólinn taldi bann íslenskra stjórnvalda stríða gegn EES-samningnum í úrskurði í fyrra. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnurekenda, ræddu dóminn í umræðuþættinum Víglínunni í hádeginu. Í ljósi fyrri úrskurða ESA og EFTA sögðu þeir báðir að niðurstaða Hæstaréttar nú væri ekki óvænt. Ólafur sagði dóminn endapunkt á skrýtinni sögu. Þegar Alþingi hafi samþykkt að taka matvælalöggjöf Evrópusambandsins upp í EES-samninginn í kringum aldamót hafi það jafnframt ákveðið að viðhalda banni við innflutningi hrás kjöts þrátt fyrir vitneskju um að það væri brot á samningnum. Sindri sagði umhugsunarvert að bannið hafi verið dæmt ólöglegt í ljósi þess að heimild væri í EES-samningnum fyrir því að vernda búfé og lýðheilsu. Bændur væru sammála rökum ríkisins um mikilvægi þess að verja búfjárstofna og lýðheilsu þar sem hætta væri á að smit bærist til landsins með hráu kjöti. Dæmi væru um að það hefði gerst á Íslandi á miðri 20. öld þegar svín komust í matarafganga frá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Á móti benti Ólafur á að í aðdraganda þess að matvælalöggjöfin var tekin upp á Íslandi hafi sem sérfræðingar sem veittu íslenskum stjórnvöldum vísindaleg ráðgjöf talið að hætta á að smit bærist til landsins væri hverfandi vegna sameiginlegs eftirlits- og viðbragðskerfi Evrópulanda. Meiri hætta væri á að smit bærust með straumi ferðamanna til landsins. „Ég held að þetta hafi alla tíð verið af hálfu íslenskra stjórnvalda svokölluð tæknileg viðskiptahindrun. Hún var ekki reist á traustum vísindalegum grunni og það hefur ekkert breyst nema síður sé,“ sagði Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Of dýrt að banna Sindri ítrekaði sjónarmið sín um sérstöðu íslensks landbúnaðar hvað sýklalyfja- og hormónanotkun varðaði. Þannig gætu íslenskir neytendur til dæmis treyst því að íslenskt alifuglakjöt væri ekki smitað af salmonellu. Ólafur viðurkenndi að alltaf væri einhver hætta til staðar við viðskipti með matvæla þar sem þau væru viðkvæm vara. Hins vegar þyrfti að meta hvert tapið væri af því að leggja stein í götu viðskipta. Benti hann á að meiri hætta af dýrasjúkdómum og ssýklalyfjaónæmi stafaði af frárennslismálum á landsbyggðinni og fjölda ferðamanna en innflutningi á kjöti. „Viðbrögð okkar við þeirri hættu er ekki að banna ferðamönnum að koma til landsins. Það er að hafa varann á okkar, gera varúðarráðstafanir, gera viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur upp á til þess að lágmarka áhættuna og tryggja að brugðist sé við ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Ólafur. Ekki væri réttlætanlegt að útiloka hættuna vegna þess að svo mikið þjóðhagslegt tap hlytist f því. Það sama ætti við um innflutning á ferskum matvælum. „Þjóðhagslegt tap af því að viðhalda banninu er einfaldlega svo mikið að það er ekki réttlætanlegt,“ sagði Ólafur. Óbreytt ástand eða innflutning sem fyrst Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, lýsti því yfir að til greina kæmi að Ísland hætti þátttöku í EES-samningnum vegna málsins. Sindri sagðist ekki leggja það til. Gestir þáttarins voru spurðir að því hvaða skilaboð þeir vildu senda þingmönnum sem vinna að lögum í kjölfar þess að innflutningsbannið var dæmt ólöglegt. Sindri sagðist vilja að áfram yrði haldið á lofti rökum um vernd búfjárstofna og lýðheilsu. Þá væri eðlilegt að ræða lögfræði EES-samningsins. „Það væri óskastaða að viðhalda því ástandi sem er núna, að halda frystiskyldunni það væri óskastaða. En til vara verðum við allavegana að fá umþóttunartíma til að búa okkur undir þetta ef þetta á að verða,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Ólafur andæfði því og sagði að bændur og ríkið hefðu þegar haft níu ár til að búa sig undir breytingarnar. Krafist hann þess að stjórnvöld kláruðu ferlið strax og leyfðu svo innflutning á hráu kjöti til landsins. „Allt annað er að viðhalda lögbrotum,“ fullyrti Ólafur.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Stefán KarlssonHeimabagginn hollur Sindri vísaði meðal annars til loftslagssjónarmiða gegn því að flytja matvæli til landsins. „Hollur er heimafenginn baggi. Við verðum bara að hugsa þetta upp á nýtt og reyna að framleiða sem allra mest af mat á Íslandi,“ sagði Sindri. Spurði Ólafur þá hvort að Íslendingar ættu líka að hætta að flytja út fisk af sömu sjónarmiðum. „Af hverju ættum við ekki að nýta okkur það þegar við getum framleitt mest af þessu sjálf hérna heima næst markaðinum?“ spurði Sindri á móti. „Það er ekki víst að við náum að borða allt lamba- og svínakjötið ef við þurfum líka að borða allan fiskinn, sko.
Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13
Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52