Úkraínukirkja sjálfstæð frá þeirri rússnesku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:30 Skálað var á götum Kænugarðs til að fagna ákvörðuninni. Vísir/EPA Kirkjuþing rétttrúnaðarkirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunnar, ákvað í gær að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku. Málið á sér langa sögu en kirkjan í Rússlandi hefur alltaf lagst gegn aðskilnaðinum. Haldið því fram að um yrði að ræða stærsta klofning kristninnar í þúsund ár eða allt frá því rétttrúnaðarkirkjan klauf sig frá hinni kaþólsku. En þótt Úkraínumenn hafi margir hverjir viljað kljúfa sig frá rússnesku kirkjunni hefur deilan harðnað til muna frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og átök brutust út í Austur-Úkraínu. Hafa Úkraínumenn til að mynda sakað rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna um að nýta ítök sín í Rússlandi til að styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ákvörðun patríarkans og kirkjuþingsins væri til þess fallin að vekja yfirvöld í Moskvu af alræðisdraumum sínum. „Þetta snýst um sjálfstæði okkar, þjóðaröryggi og alþjóðastjórnmálin eins og þau leggja sig,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Kirkjuþing rétttrúnaðarkirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunnar, ákvað í gær að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku. Málið á sér langa sögu en kirkjan í Rússlandi hefur alltaf lagst gegn aðskilnaðinum. Haldið því fram að um yrði að ræða stærsta klofning kristninnar í þúsund ár eða allt frá því rétttrúnaðarkirkjan klauf sig frá hinni kaþólsku. En þótt Úkraínumenn hafi margir hverjir viljað kljúfa sig frá rússnesku kirkjunni hefur deilan harðnað til muna frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og átök brutust út í Austur-Úkraínu. Hafa Úkraínumenn til að mynda sakað rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna um að nýta ítök sín í Rússlandi til að styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ákvörðun patríarkans og kirkjuþingsins væri til þess fallin að vekja yfirvöld í Moskvu af alræðisdraumum sínum. „Þetta snýst um sjálfstæði okkar, þjóðaröryggi og alþjóðastjórnmálin eins og þau leggja sig,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira