Loftslag, land og mannauður – skorað á umhverfisráðherra Ólafur Arnalds skrifar 3. október 2018 07:00 Loftslagsbreytingar eru alvarlegasta umhverfisvá samtímans ásamt hnignun auðlinda jarðar. Talið er að um fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda tengist nýtingu landsins og hnignun vistkerfa. Á fáum svæðum jarðar finnast vistkerfi í jafn slæmu ástandi og á Íslandi. Endurheimt vistkerfa er því meðal mikilvægustu aðgerða á sviði loftslagsmála sem hægt er að að grípa til hérlendis, svo sem landgræðsla og hvers kyns vistheimt, skógrækt og endurheimt votlendis. Endurheimtin bætir jafnframt lífsviðurværi og tengist flestum af umhverfismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að aðgerðir í þágu loftslagsmála byggi á faglegri þekkingu. Mesta innspýtingin til eflingar mannauðs á sviði gróðurverndar, landgræðslu og landnýtingar kom í kjölfar „Þjóðargjafarinnar“ svokölluðu árið 1974, en stór hluti best menntaða fólksins á þessum sviðum þróaði sína fagþekkingu í erlendum háskólum í kjölfar hennar. Þessi mannauður er einmitt eitt það verðmætasta sem „Þjóðargjöfin“ gat af sér þegar litið er til lengri tíma. Nú grisjast óðum sá hópur sökum aldurs. Annað mikilvægt skref til eflingar mannauðs var tekið þegar ríkisstjórnin hóf átaksverkefni til að binda kolefni með landgræðslu og skógrækt fyrir síðustu aldamót, en þá var hluti fjárins helgaður rannsóknum. Sú ákvörðun kostaði þó fortölur og mikil átök, enda skyldi fjármagninu vera varið í framkvæmdir, en „ekkert kjaftæði“ eins og einn þingmaðurinn orðaði það á sínum tíma. En skynsemin náði yfirhöndinni, rannsóknir á kolefnisbindingu í jarðvegi voru hafnar, sem skilaði heldur betur sínu – án þeirra rannsókna sem þá hófust væri landgræðsla t.d. ekki viðurkennd bindingarleið til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda. Úr varð rannsóknahópur og þekking sem gat fóstrað núverandi starf á þessu sviði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja umtalsverða fjármuni til að binda kolefni í vistkerfum og til að endurheimta auð þeirra um leið, m.a. með landgræðslu og vistheimt, endurheimt votlendis og skógrækt, samkvæmt metnaðarfullri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030“. Þetta er afar mikilvæg, nauðsynleg og ánægjuleg þróun. En það er jafnframt grundvallaratriði að byggja upp mannauð á sama tíma, innviði til rannsókna og þekkingu á þeim ferlum sem liggja að baki. Framkvæmdagleðin er okkur eðlislæg en hún getur borið okkur ofurliði. „Bókhald“ um bindinguna og vöktun nægir ekki til langframa, bókhaldið verður að standast stranga rýni erlendra vísindamanna og endurskoðun á alþjóðavettvangi. Þá þarf að gæta þess að framkvæmdir, eftirlit, bókhald og grunnrannsóknir séu ekki allar á sömu hendi, það væri beinlínis slæm stjórnsýsla. Trauðla verður séð af þeim tillögum sem nú liggja fyrir að vel sé hugað að rannsóknum utan vöktunarverkefna. Samt er það einmitt öflugt rannsóknastarf sem rennir stoðum undir árangurinn og getur um leið skapað alveg ný tækifæri á sviði kolefnisbindingar og vistheimtar, eins og þær leiðir sem nú eru opnar eru dæmi um. Þær byggja á vísindarannsóknum sem spruttu upp úr verkefnum sem þessum. Skortur á grunnrannsóknum og mannauði í tengslum við þetta átak yrði afskaplega sorgleg niðurstaða. Því skora ég á umhverfisráðherra að huga vel að mannauði og þekkingu við útfærslu á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Það gæti hæglega orðið verðmætasta fjárfestingin þegar litið er til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru alvarlegasta umhverfisvá samtímans ásamt hnignun auðlinda jarðar. Talið er að um fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda tengist nýtingu landsins og hnignun vistkerfa. Á fáum svæðum jarðar finnast vistkerfi í jafn slæmu ástandi og á Íslandi. Endurheimt vistkerfa er því meðal mikilvægustu aðgerða á sviði loftslagsmála sem hægt er að að grípa til hérlendis, svo sem landgræðsla og hvers kyns vistheimt, skógrækt og endurheimt votlendis. Endurheimtin bætir jafnframt lífsviðurværi og tengist flestum af umhverfismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að aðgerðir í þágu loftslagsmála byggi á faglegri þekkingu. Mesta innspýtingin til eflingar mannauðs á sviði gróðurverndar, landgræðslu og landnýtingar kom í kjölfar „Þjóðargjafarinnar“ svokölluðu árið 1974, en stór hluti best menntaða fólksins á þessum sviðum þróaði sína fagþekkingu í erlendum háskólum í kjölfar hennar. Þessi mannauður er einmitt eitt það verðmætasta sem „Þjóðargjöfin“ gat af sér þegar litið er til lengri tíma. Nú grisjast óðum sá hópur sökum aldurs. Annað mikilvægt skref til eflingar mannauðs var tekið þegar ríkisstjórnin hóf átaksverkefni til að binda kolefni með landgræðslu og skógrækt fyrir síðustu aldamót, en þá var hluti fjárins helgaður rannsóknum. Sú ákvörðun kostaði þó fortölur og mikil átök, enda skyldi fjármagninu vera varið í framkvæmdir, en „ekkert kjaftæði“ eins og einn þingmaðurinn orðaði það á sínum tíma. En skynsemin náði yfirhöndinni, rannsóknir á kolefnisbindingu í jarðvegi voru hafnar, sem skilaði heldur betur sínu – án þeirra rannsókna sem þá hófust væri landgræðsla t.d. ekki viðurkennd bindingarleið til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda. Úr varð rannsóknahópur og þekking sem gat fóstrað núverandi starf á þessu sviði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja umtalsverða fjármuni til að binda kolefni í vistkerfum og til að endurheimta auð þeirra um leið, m.a. með landgræðslu og vistheimt, endurheimt votlendis og skógrækt, samkvæmt metnaðarfullri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030“. Þetta er afar mikilvæg, nauðsynleg og ánægjuleg þróun. En það er jafnframt grundvallaratriði að byggja upp mannauð á sama tíma, innviði til rannsókna og þekkingu á þeim ferlum sem liggja að baki. Framkvæmdagleðin er okkur eðlislæg en hún getur borið okkur ofurliði. „Bókhald“ um bindinguna og vöktun nægir ekki til langframa, bókhaldið verður að standast stranga rýni erlendra vísindamanna og endurskoðun á alþjóðavettvangi. Þá þarf að gæta þess að framkvæmdir, eftirlit, bókhald og grunnrannsóknir séu ekki allar á sömu hendi, það væri beinlínis slæm stjórnsýsla. Trauðla verður séð af þeim tillögum sem nú liggja fyrir að vel sé hugað að rannsóknum utan vöktunarverkefna. Samt er það einmitt öflugt rannsóknastarf sem rennir stoðum undir árangurinn og getur um leið skapað alveg ný tækifæri á sviði kolefnisbindingar og vistheimtar, eins og þær leiðir sem nú eru opnar eru dæmi um. Þær byggja á vísindarannsóknum sem spruttu upp úr verkefnum sem þessum. Skortur á grunnrannsóknum og mannauði í tengslum við þetta átak yrði afskaplega sorgleg niðurstaða. Því skora ég á umhverfisráðherra að huga vel að mannauði og þekkingu við útfærslu á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Það gæti hæglega orðið verðmætasta fjárfestingin þegar litið er til lengri tíma.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun