Óverðtryggð íbúðalán nær helmingur nýrra lána hjá Landsbankanum og Arion Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2018 19:15 Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira