Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram | Meistararnir sóttu tvö stig á Hlíðarenda Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 22:15 Sandra Erlingsdóttir. Vísir/Bára Fram vann afar mikilvægan sigur á Val í 9.umferð Olís-deildar kvenna í kvöld, 22-27. Fram var í 4.sæti deildarinnar fyrir leikinn en með sigrinum er liðið komið með 12. stig aðeins stigi á eftir Val sem situr enn á toppnum ásamt ÍBV. Fram leiddi í hálfleik með þremur mörkum 11-14. Valskonur byrjuðu leikinn betur og náðu strax tveggja marka forystu á 5. mínútu. Þær héldu forystunni út fyrsta stundarfjórðunginn og voru þá þremur mörkum yfir 9-6. Fram var aðeins lengur að koma sér inní leikinn en náði þarna þremur hraðaupphlaupum í röð og nýttu þau vel, staðan því jöfn 9-9. Fram missti leikinn ekki frá sér eftir þetta og leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum 11-14. Síðari hálfleikurinn var jafn í 25 mínútur, Valur hélt áfram að elta leikinn en munurinn þó aldrei meiri en tvö mörk. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar 5 mínútur voru til leikslok og staðan 22-23. Fram virtist hafa nýtt sér leikhléið betur því þær keyrðu gjörsamlega yfir heimamenn á loka mínútunum og unnu sanngjarnan fimm marka sigur, lokatölur í Origo-höllinni, 22-27. Af hverju vann Fram?Eftir kaflaskiptann fyrri hálfleik þá voru það Fram sem spiluðu betri handbolta í síðari hálfleik. Þær sýndu baráttu og liðsheild sem skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Steinunn Björnsdóttir sýndi yfirburða leik að vanda. Þvílíkur leiðtogi þessi kona en hún var einnig markahæsti leikmaður Fram með 8 mörk úr 9 skotum. Það má einnig hrósa innkomu tveggja leikmanna í dag. Sara Sif Helgadóttir, markvörður Fram, átti góðan leik, með 11 varða bolta. Hún hefur lítið sem ekkert spilað fyrir Fram, er í yngri flokkunum þar en hún kom inn fyrir Erlu Rós Sigmarsdóttur sem fann sig ekki í upphafi leiks. Þá átti Hafdís Shizuka góðan leik, spilaði á miðjunni í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Það var engin sem sýndi yfirburða leik hjá Val. Hvað gekk illa? Bæði lið voru að gera sig sek um ótal tapaða bolta og þá sérstaklega Valur. Sóknarfeilarnir urðu þeim hreinlega að falli í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram, var með 8 mörk en þurfti til þess 22 skot og átti ekki beint stjörnuleik og sama má segja um Lovísu Thompson sem hefur oft sýnt betri frammistöðu, hún var með 6 mörk úr 12 skotum. Hvað er framundan? Valur á annan stórleik í næstu umferð er þær mæta Haukum á laugardaginn. Fram mætir svo Stjörnunni í Safamýrinni á sunnudaginn. Steinunn: Þetta var ógeðslega góður sigur „Þvílík liðsheild sem við sýndum í dag“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. „Við erum búnar að vera í smá lægð og við vorum staðráðnar í að mæta tilbúnar til leiks“ Fram tapaði frekar óvænt síðustu tveimur leikjum deildarinnar, fyrst gegn Þór/KA og síðan Selfossi, botnliði deildarinnar. Steinunn segir að það hafi ekki verið erfitt að gíra hópinn upp fyrir þennann leik „Okkur fannst of langt í þennann leik, við vildum bara koma strax tilbaka. Við vorum tilbúnar að gera betur og vissum að við ættum marga leikmenn inni. Svo áttum við góða æfingaviku, loksins.“ sagði Steinunn, sem var ekki að flækja svarið þegar hún var spurð út í ástæðuna fyrir sigrinum í kvöld „Baráttan, liðið hefur verið að vinna í því uppá síðkastið og mér fannst við vinna Val í því í dag.“ Karen Knútsdóttir meiddist í leik Fram um daginn og hefur það nú verið staðfest að hún sé ristarbrotinn og komi ekki tilbaka fyrr en á nýju ári, það er vissulega áfall en Steinunn vitnar aftur í liðsheildina og segir að það frábært hvað þær eigi marga góða leikmenn í hópnum. „Það er auðvitað mikið áfall að missa Kareni, en Hafdís kom flott inn í dag. Þetta er líka þessi liðsheild sem ég var að tala um, þær sem koma inn af bekknum eru að skila sínu og allar finna fyrir öryggi. Sara (Sif Helgadóttir), hún var líka frábær og enn og aftur sjáum við frábæran leikmann koma inn af bekknum og hún hjálpaði okkur mikið í dag.“ sagði Steinunn að lokumÁgúst: Áttum ekkert skilið að vinna„Við vorum fyrst og fremst ekki að spila nógu vel“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Fram stelpurnar voru klókar, mjög agaðar og skynsamar. Að sama skapi þá voru við ekki að spila nærri nógu vel, bæði varnarleikurinn var ekki nógu góður, hann var illa útfærður og sóknarlega vorum við að tapa boltanum á slæmum tímapunktum og fara illa með upplögð marktækifæri“ Fimm marka munur gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum í heild sinni. Jafnræði var með liðunum lengi vel en Fram alltaf með undirtökin á leiknum og segir Ágúst að Fram hafi átt sigurinn skilið. „Við áttum ekkert skilið að vinna, þessi spilamennska var bara ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna betri frammistöðu til að vinna lið eins og Fram“ Valur mætir Haukum á laugardaginn, annar stórleikur og mikilvægt fyrir bæði lið í toppbaráttunni að ná í stig í þeirri viðureign. Ágúst gerir sér grein fyrir að mikið þurfi að ganga upp og sagði hann að liðið þurfi að ná fram mun betri frammistöðu en það sýndi í dag „Við erum að fara að mæta Haukum sem eru heitasta liðið núna. Við vitum það manna best sjálf að frammistaðan var ekki góð og ég vil bara sjá betri heildarbrag á liðinu á laugardaginn.“ sagði Ágúst að lokum Olís-deild kvenna
Fram vann afar mikilvægan sigur á Val í 9.umferð Olís-deildar kvenna í kvöld, 22-27. Fram var í 4.sæti deildarinnar fyrir leikinn en með sigrinum er liðið komið með 12. stig aðeins stigi á eftir Val sem situr enn á toppnum ásamt ÍBV. Fram leiddi í hálfleik með þremur mörkum 11-14. Valskonur byrjuðu leikinn betur og náðu strax tveggja marka forystu á 5. mínútu. Þær héldu forystunni út fyrsta stundarfjórðunginn og voru þá þremur mörkum yfir 9-6. Fram var aðeins lengur að koma sér inní leikinn en náði þarna þremur hraðaupphlaupum í röð og nýttu þau vel, staðan því jöfn 9-9. Fram missti leikinn ekki frá sér eftir þetta og leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum 11-14. Síðari hálfleikurinn var jafn í 25 mínútur, Valur hélt áfram að elta leikinn en munurinn þó aldrei meiri en tvö mörk. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar 5 mínútur voru til leikslok og staðan 22-23. Fram virtist hafa nýtt sér leikhléið betur því þær keyrðu gjörsamlega yfir heimamenn á loka mínútunum og unnu sanngjarnan fimm marka sigur, lokatölur í Origo-höllinni, 22-27. Af hverju vann Fram?Eftir kaflaskiptann fyrri hálfleik þá voru það Fram sem spiluðu betri handbolta í síðari hálfleik. Þær sýndu baráttu og liðsheild sem skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Steinunn Björnsdóttir sýndi yfirburða leik að vanda. Þvílíkur leiðtogi þessi kona en hún var einnig markahæsti leikmaður Fram með 8 mörk úr 9 skotum. Það má einnig hrósa innkomu tveggja leikmanna í dag. Sara Sif Helgadóttir, markvörður Fram, átti góðan leik, með 11 varða bolta. Hún hefur lítið sem ekkert spilað fyrir Fram, er í yngri flokkunum þar en hún kom inn fyrir Erlu Rós Sigmarsdóttur sem fann sig ekki í upphafi leiks. Þá átti Hafdís Shizuka góðan leik, spilaði á miðjunni í fjarveru Karenar Knútsdóttur. Það var engin sem sýndi yfirburða leik hjá Val. Hvað gekk illa? Bæði lið voru að gera sig sek um ótal tapaða bolta og þá sérstaklega Valur. Sóknarfeilarnir urðu þeim hreinlega að falli í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram, var með 8 mörk en þurfti til þess 22 skot og átti ekki beint stjörnuleik og sama má segja um Lovísu Thompson sem hefur oft sýnt betri frammistöðu, hún var með 6 mörk úr 12 skotum. Hvað er framundan? Valur á annan stórleik í næstu umferð er þær mæta Haukum á laugardaginn. Fram mætir svo Stjörnunni í Safamýrinni á sunnudaginn. Steinunn: Þetta var ógeðslega góður sigur „Þvílík liðsheild sem við sýndum í dag“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. „Við erum búnar að vera í smá lægð og við vorum staðráðnar í að mæta tilbúnar til leiks“ Fram tapaði frekar óvænt síðustu tveimur leikjum deildarinnar, fyrst gegn Þór/KA og síðan Selfossi, botnliði deildarinnar. Steinunn segir að það hafi ekki verið erfitt að gíra hópinn upp fyrir þennann leik „Okkur fannst of langt í þennann leik, við vildum bara koma strax tilbaka. Við vorum tilbúnar að gera betur og vissum að við ættum marga leikmenn inni. Svo áttum við góða æfingaviku, loksins.“ sagði Steinunn, sem var ekki að flækja svarið þegar hún var spurð út í ástæðuna fyrir sigrinum í kvöld „Baráttan, liðið hefur verið að vinna í því uppá síðkastið og mér fannst við vinna Val í því í dag.“ Karen Knútsdóttir meiddist í leik Fram um daginn og hefur það nú verið staðfest að hún sé ristarbrotinn og komi ekki tilbaka fyrr en á nýju ári, það er vissulega áfall en Steinunn vitnar aftur í liðsheildina og segir að það frábært hvað þær eigi marga góða leikmenn í hópnum. „Það er auðvitað mikið áfall að missa Kareni, en Hafdís kom flott inn í dag. Þetta er líka þessi liðsheild sem ég var að tala um, þær sem koma inn af bekknum eru að skila sínu og allar finna fyrir öryggi. Sara (Sif Helgadóttir), hún var líka frábær og enn og aftur sjáum við frábæran leikmann koma inn af bekknum og hún hjálpaði okkur mikið í dag.“ sagði Steinunn að lokumÁgúst: Áttum ekkert skilið að vinna„Við vorum fyrst og fremst ekki að spila nógu vel“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Fram stelpurnar voru klókar, mjög agaðar og skynsamar. Að sama skapi þá voru við ekki að spila nærri nógu vel, bæði varnarleikurinn var ekki nógu góður, hann var illa útfærður og sóknarlega vorum við að tapa boltanum á slæmum tímapunktum og fara illa með upplögð marktækifæri“ Fimm marka munur gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum í heild sinni. Jafnræði var með liðunum lengi vel en Fram alltaf með undirtökin á leiknum og segir Ágúst að Fram hafi átt sigurinn skilið. „Við áttum ekkert skilið að vinna, þessi spilamennska var bara ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna betri frammistöðu til að vinna lið eins og Fram“ Valur mætir Haukum á laugardaginn, annar stórleikur og mikilvægt fyrir bæði lið í toppbaráttunni að ná í stig í þeirri viðureign. Ágúst gerir sér grein fyrir að mikið þurfi að ganga upp og sagði hann að liðið þurfi að ná fram mun betri frammistöðu en það sýndi í dag „Við erum að fara að mæta Haukum sem eru heitasta liðið núna. Við vitum það manna best sjálf að frammistaðan var ekki góð og ég vil bara sjá betri heildarbrag á liðinu á laugardaginn.“ sagði Ágúst að lokum
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti