„Hrútakosturinn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvunum“, segir Guðmundur Jóhannesson, ritstjóri skrárinnar sem er 52 síður að stærð prýdd fallegum ljósmyndum af öllum hrútunum.

Nöfn hrútanna
Nöfn hrútanna í skránni eru mjög fjölbreytt en þar má t.d. nefna nöfnin Kölski, Frosti, Eiríkur, Gunnar, Durtur, Glæpur, Fannar, Raxi, Gutti, Tvistur, Njörður, Fjalldrapi, Drjúgur, Jökull, Dúlli, Strumpur, Malli, Spakur, Óðinni, Fáfnir og Kögull.Hrútaskrána má lesa hér.
