Verslunarkeðjan John Lewis reið á vaðið í gær og birti stórglæsilega og tilfinningaþrungna auglýsingu.
Í auglýsingunni er Elton John í aðalhlutverki en þar er farið vel yfir feril listamannsins en allt saman byrjaði þetta er hann fékk píanó í jólagjöf.
John Lewis leggur ávallt gríðarlega mikið upp úr jólaauglýsingum og hefur nú í raun skapast sú hefð í Bretlandi og víðar að fólk einfaldlega bíður eftir auglýsingunni ár hvert.