Við eigum allt að vinna Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 17. júlí 2018 07:00 Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ketill Berg Magnússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun