Innlent

Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Æfingin var allt í senn leitar-, samskipta- og björgunaræfing og var ætluð til þess að samhæfa vinnubrögð við slysum og óhöppum á hafi úti.

Biðu í sjónum eftir björgun

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF tók þátt í æfingunni ásamt Hvítabirninum, varðskipi Dana og eftirlitsflugvél danska flughersins. Til að æfa aðgerðirnar enn frekar hentu nokkrir áhafnameðlimir Hvítabjarnarins sér í sjóinn og og biðu þar björgunar eða þar til þyrlan gat híft þá upp. Flugstjóri Landhelgisgæslunnar sagði æfingu sem þessa nauðsynlega því í björgun þá skipta mínúturnar máli.

Myndband frá æfingunni má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×