Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2018 09:00 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins. Getty Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira