Það er ekki nóg til þess að reka veitingastað að maturinn sé bragðgóður í harðnandi heimi veitingageirans í Bandaríkjunum.
Maturinn og veitingastaðurinn sjálfur þurfa einnig að vera Instagram-vænir, það er að viðskiptavinir vilji taka myndir og hlaða inn á samfélagsmiðilinn Instagram. Þetta sagði bandaríski fréttavefurinn Vox í gær um nýja veitingastaðinn Pastagram í New York.
„Við sáum til þess að hvert einasta smáatriði inni á staðnum myndaðist vel og reynum að þjóna sérstaklega viðskiptavinum sem nú virðast leggja jafnmikla áherslu á útlit staðarins og gæði matarins,“ sagði í fréttatilkynningu frá Pastagram.
Ekki nóg að maturinn sé góður á bragðið
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
