Lítið eftirlit með lyfjaskilum Sveinn Arnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Ábyrgð á lyfjaskilum er í höndum starfsmanna apóteka. Yfirvöld hafa ekki yfirsýn yfir magn lyfja sem er skilað. Vísir/Stefán Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira