Féþúfan Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar