Innlent

Sindri áfram í farbann

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Verjandi Sindra Þórs telur að meðferð málsins hafi tekið of langan tíma án þess að ákæra hafi verið gefin út í málinu.
Verjandi Sindra Þórs telur að meðferð málsins hafi tekið of langan tíma án þess að ákæra hafi verið gefin út í málinu. X-977
Sindri Þór Stefánsson var í dag úrskurðaður í eins mánaðar farbann til viðbótar í Héraðsdómi Reykjaness.

Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Ekki hefur verið gefin út ákæra vegna málsins sem tengist þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum en tölvurnar eru enn ófundnar en Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki verði tekin innan skamms. Hann bindur vonir við að ákvörðunin liggi fyrir í þarnæstu viku.

Verjandi Sindra Þórs telur að meðferð málsins hafi tekið of langan tíma án þess að ákæra hafi verið gefin út í málinu. Verjandinn segir í samtali við RÚV að hann hafi mótmælt farbanninu.


Tengdar fréttir

Ætlar að krefjast sýknu yfir Sindra

Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar sem kom heim frá Amsterdam í gær ætlar að krefjast sýknu yfir honum ef hann verður ákærður fyrir aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði hér á landi. Hann veltir fyrir sér hvort þörf hafi verið á að flytja Sindra í járnum til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×