Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum okkar heyrum við skýringar formanns atvinnuveganefndar á því að stjórnarmeirihlutinn telur mikilvægt að lækka veiðigjöld um tæpa þrjá milljarða á næsta fiskveiðiári. Við segjum frá auknum viðbúnaði á Þingvöllum vegna tíðra slysa á þessum einum fjölfarnasta ferpamannastað landsins, upplýsum um innihald kjarasamnings ljósmæðra og kynnum okkur tekjur hæst launuðustu Íslendinganna.

Þá kíkjum við á karla í skúr í Hafnarfirði þar sem þeir hafa aðstöðu til að vinna ýmist handverk og leysa öll heimsins vandamál.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 og í beinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×