Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 14:00 Meðlimir Tólfunnar passa upp á upplýsingarnar sem þau fá frá Heimi fyrir leik. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira