Sósíalistar taka við völdum á Spáni eftir vantraust á Rajoy Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2018 10:24 Petro Sánchez verður forsætisráðherra Spánar. Vísir/Getty Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. BBC greinir frá. 180 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögunni en 169 þingmenn greiddu atkvæði gegn, einn sat hjá. Rajoy játaði ósigur áður en til atkvæðagreiðslunnar kom eftir að Sánchez tryggði sér stuðning ýmissa minni flokka á þingi. „Við munum rita nýjar blaðsíður í sögu lýðræðisins í þessu landi,“ sagði Sánchez áður en að atkvæðagreiðslan fór fram. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar þarf leiðtogi þess flokks sem leggur fram vantrauststillögu að taka við stjórnartaunum sé vantraustið samþykkt. Því mun hinn 46 ára gamli Sánchez verða næsti forsætisráðherra Spánar, þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur hans sé aðeins með um fjórðung þingsæta á spænska þinginu. Vantraustið var borið fram vegna umfangsmikils spillingarmáls innan raða Partido Popular, flokki Rajoy. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Sánchez, sem er mikill áhugamaður um körfubolta, er hagfræðingur, og var fyrst kjörinn formaður Sósíalistaflokksins árið 2014. Eftir afhroð í kosningum 2015 og 2016 neyddist hann til að segja af sér en náði vopnum sínum á ný með því að sigra formannskosningar árið 2017. Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. BBC greinir frá. 180 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögunni en 169 þingmenn greiddu atkvæði gegn, einn sat hjá. Rajoy játaði ósigur áður en til atkvæðagreiðslunnar kom eftir að Sánchez tryggði sér stuðning ýmissa minni flokka á þingi. „Við munum rita nýjar blaðsíður í sögu lýðræðisins í þessu landi,“ sagði Sánchez áður en að atkvæðagreiðslan fór fram. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar þarf leiðtogi þess flokks sem leggur fram vantrauststillögu að taka við stjórnartaunum sé vantraustið samþykkt. Því mun hinn 46 ára gamli Sánchez verða næsti forsætisráðherra Spánar, þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur hans sé aðeins með um fjórðung þingsæta á spænska þinginu. Vantraustið var borið fram vegna umfangsmikils spillingarmáls innan raða Partido Popular, flokki Rajoy. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Sánchez, sem er mikill áhugamaður um körfubolta, er hagfræðingur, og var fyrst kjörinn formaður Sósíalistaflokksins árið 2014. Eftir afhroð í kosningum 2015 og 2016 neyddist hann til að segja af sér en náði vopnum sínum á ný með því að sigra formannskosningar árið 2017.
Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00