Enski boltinn

Messa um Manchester City: Mega ekki við því að misstíga sig meir

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
City tapaði mjög óvænt gegn Palace
City tapaði mjög óvænt gegn Palace vísir/getty
Manchester City var til umræðu í Messunni að lokinni 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.



Manchester City fékk Crystal Palace í heimsókn og bjuggust lang flestir fyrir því að City færi með auðveldan sigur á hólmi.



Auk þess var mikilvægt fyrir City að vinna leikinn til þess að halda í við Liverpool á toppnum, en fyrir leikinn var Liverpool með fjögurra stiga forskot.



Crystal Palace kom hins vegar öllum að óvörum og vann leikinn 3-2. Andros Townsend skoraði annað mark Palace og var það af dýrari kantinum. Án efa eitt af mörkum tímabilsins.



Eftir tapið er City því fjórum stigum á eftir Liverpool sem sitja því með góða forystu á toppi deildarinnar þegar hátíðarnar ganga í garð.



Rikki G vildi sjá City spila Sergio Aguero og Kevin de Bruyne en þeir sátu á bekknum.



„Þeir hafa spilað fullt af leikjum án þeirra og þeir hafa rúllað yfir andstæðinginn. Þeir eru með frábæra breidd á hópnum og með öllu eðlilegu hefðu þeir átt að vinna Crystal Palace án þeirra,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson



Rikki G spyr þá hvort Man City muni nú alltaf spila á sínu sterkasta liði.



„Ég held að hann treysti alveg þessum leikmönnum. Ég held að hann rúlli liðinu og geri það í gegnum jólatörnina. En þetta gæti auðvitað aðeins breyst núna með það að þeir gætu verið slegnir yfir þessu. Nú er bara úrslit, úrslit og úrslit. Þeir mega ekkert við því að misstíga sig meira,“ sagði Reynir Leósson



Sjáðu alla umræðuna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×