Halda jól á pól við óvenjuleg veðurskilyrði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. desember 2018 14:15 Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður. Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður.
Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00
Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23