Erlent

Minnst átta látnir í aurskriðum í Kaliforníu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Flóðin eru aðallega í og kringum borgina Santa Barbara en svæðið fór einnig illa í skógareldum í desember.
Flóðin eru aðallega í og kringum borgina Santa Barbara en svæðið fór einnig illa í skógareldum í desember. Vísir/EPA
Minnst átta eru látnir í aurskriðum í Suður-Kaliforníu þar sem mikil úrkoma hefur valdið flóðum síðustu daga. Búist er við því að tala látinna muni hækka.

Flóðin eru aðallega í og kringum borgina Santa Barbara en svæðið fór einnig illa í skógareldum í desember.

Minnst 25 eru slasaðir og þúsundir hafa þurft að flýja vegna flóðanna. Þá hefur rúmlega 50 manns verið bjargað. Meðal þeirra sem komið var í skjól var fjórtán ára stúlka sem hafði setið föst í rústum heimilis síns í marga klukkutíma.

Þar sem leðjan var mest náði hún fólki upp að mitti að sögn slökkviliðsins í Santa Barbara og þá flaut grjót á stærð við litla bíla um götur og lokuðu fyrir götur.

Sem fyrr segir fór svæðið einnig illa í skógareldum í desember. Meðal þess sem brann þá var gróður sem hindrar flóð og aurskriður. Þúsundir íbúa var gert að yfirgefa heimili sín í gær, í annað skiptið á tveimur mánuðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×