Tengja íbúprófen við ófrjósemi í ungum karlmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 16:43 Íbúfen er eitt vinsælasta lyfið á Íslandi sem inniheldur íbúprófen. Fréttablaðið/Stefán Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár. Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár.
Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira