Tengja íbúprófen við ófrjósemi í ungum karlmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 16:43 Íbúfen er eitt vinsælasta lyfið á Íslandi sem inniheldur íbúprófen. Fréttablaðið/Stefán Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár. Vísindi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár.
Vísindi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira