Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 14:34 Íbúðin þar sem eldurinn kom upp. Vísir/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að tæknideild lögreglunnar sé búin að fara bæði á vettvang í Grafarvogi og Mosfellsbæ til rannsóknar en ótímabært sé að gefa eitthvað út um eldsupptök þar sem rannsóknum lögreglu sé ekki lokið. Á þessari stundu sé þó ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, hvorki í Grafarvogi né í Mosfellsbæ. Í Grafarvogi kom upp eldur í íbúð á næstefstu hæð hússins. Íbúinn sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var fluttur í lífshættu á Landspítalann og er enn á gjörgæslu. Eldsins varð vart um klukkan hálf þrjú og logaði mikill eldur í íbúðinni, þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar fundu húsráðandann meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Sex aðrir íbúar hússins voru fluttir á slysadeild til rannsókna vegna gruns um reykeitrun, en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Í Mosfellsbæ kviknaði í litlu timburhúsi. Fimm manna fjölskylda komst með naumindum út um glugga á húsinu en þau urðu eldsins vör vegna reykskynjara. Voru þau flutt á slysadeild með reykeitrun og minniháttar meiðsl. Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að tæknideild lögreglunnar sé búin að fara bæði á vettvang í Grafarvogi og Mosfellsbæ til rannsóknar en ótímabært sé að gefa eitthvað út um eldsupptök þar sem rannsóknum lögreglu sé ekki lokið. Á þessari stundu sé þó ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, hvorki í Grafarvogi né í Mosfellsbæ. Í Grafarvogi kom upp eldur í íbúð á næstefstu hæð hússins. Íbúinn sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var fluttur í lífshættu á Landspítalann og er enn á gjörgæslu. Eldsins varð vart um klukkan hálf þrjú og logaði mikill eldur í íbúðinni, þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar fundu húsráðandann meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Sex aðrir íbúar hússins voru fluttir á slysadeild til rannsókna vegna gruns um reykeitrun, en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Í Mosfellsbæ kviknaði í litlu timburhúsi. Fimm manna fjölskylda komst með naumindum út um glugga á húsinu en þau urðu eldsins vör vegna reykskynjara. Voru þau flutt á slysadeild með reykeitrun og minniháttar meiðsl.
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29
Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48