Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 11:28 Cliven Bundy vakti athygli þegar hann sagði að blökkumenn væru ef til vill hamingjusamara ef þeir væru ennþá þrælar í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Fjölskylda búgarðseigenda frá Nevada slapp undan ákærum um líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni og vopnalagabrot þegar alríkisdómari vísaði þeim frá í gær. Dómsigur fjölskyldunnar er talinn vera vatn á myllu vopnaðra sveita hægriöfgamanna í Bandaríkjunum. Bundy-fjölskyldan frá Nevada varð alræmd þegar hún stóð í tvígang fyrir vopnuðum átökum við bandarísk alríkisyfirvöld um yfirráð yfir opinberu landi. Í fyrra skiptið neituðu Cliven Bundy, nautgripastórbóndi, og synir hans að greiða alríkisstjórninni fyrir notkun á vernduðu alríkislandi sem þeir höfðu beitt nautgripum sínum á um áratugaskeið. Þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust leggja hald á nautgripina söfnuðustu hundruð stuðningsmanna Bundy-fjölskyldunnar saman á búgarði hennar í Bunkerville í Nevada og komu í veg fyrir það árið 2014.Stöðvuðu fulltrúa alríkisstjórnarinnar gráir fyrir járnumUmsátursástand upphófst í kjölfarið en sumir stuðningsmanna fjölskyldunnar mættu gráir fyrir járnum. Hótuðu þeir að skjóta ef lögreglan hæfi aðgerðir gegn þeim. Bundy og synir hans Ammon og Ryan voru ákærðir fyrir líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni, vopnalagabrot og fyrir að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við umsátrið. Á endanum þurftu fulltrúar alríkisstjórnarinnar frá að hverfa. Átökin voru talinn mikill sigur fyrir hreyfingu sem er andsnúin yfirráðum alríkisstjórnarinnar yfir landsvæðum í vesturhluta Bandaríkjanna. Bundy varð að hetju sumra hægrisinnaðra aðgerðasinna í Bandaríkjunum þó að glansinn hafi farið að hluta til af honum þegar upptökur skutu upp kollinum þar sem nautgripaeigandinn heyrðist tala um að bandarískir blökkumenn hefðu það ef til vill betra sem þrælar.Ammon Bundy var helsti leiðtogi hústökumannanna á náttúruverndarsvæðinu í Oregon í janúar 2016.Vísir/GettyUmsátur í Oregon endaði með mannfalliSynirnir tveir leiddu síðar vopnað umsátur á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon-ríki sem þeir sölsuðu undir sig í janúar árið 2016 til að mótmæla fangelsun tveggja bænda sem höfðu kveikt í alríkislandi. Því lauk eftir nokkrar vikur með átökum við lögreglu sem leiddi til þess að einn forsprakka hópsins var skotinn til bana. Kviðdómur í Oregon hafði þegar sýknað Ammon og Ryan vegna umsátursins þar fyrir tveimur árum. Eftir stóðu þá ákærurnar vegna umsátursins á búgarðinum í Nevada tveimur árum áður. Dómari ógilti hins vegar réttarhöldin í því máli eftir að verjendur Bundy-fjölskyldunnar sökuðu saksóknara um að halda frá þeim upplýsingum.Lýsir sér sem pólitískum fangaÍ gær synjaði dómari í Las Vegas svo saksóknurunum um að leggja ákærurnar fram aftur vegna misferlis þeirra, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Washington Post segir að tveir aðrir synir Cliven eigi enn yfir höfði sér ákærur vegna umsátursins í Bunkerville. Cliven Bundy, sem er 71 árs gamall, var í kjölfarið sleppt úr fangelsi þar sem hann hefur dúsað síðustu tvö árin. „Mér líður nokkuð vel. Ég er ekki vanur því að vera frjáls. Ég hef verið pólitískur fangi,“ sagði Bundy þegar hann kom úr fangelsinu. Náttúruverndar- og umhverfissinnar eru þó ekki sáttir við niðurstöðuna. Þeir telja að hún komi til með að efla þá sem standa upp í hárinu á alríkissyfirvöldum sem reyna að vernda opinbert land, að því er segir í frétt Washington Post. Sérfræðingar óttast jafnframt að niðurstaðan muni leiða til þess að fleiri hópar muni reyna sambærilegar aðgerðir og Bundy-fjölskyldan gegn alríkisstjórninni. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi síðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Fjölskylda búgarðseigenda frá Nevada slapp undan ákærum um líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni og vopnalagabrot þegar alríkisdómari vísaði þeim frá í gær. Dómsigur fjölskyldunnar er talinn vera vatn á myllu vopnaðra sveita hægriöfgamanna í Bandaríkjunum. Bundy-fjölskyldan frá Nevada varð alræmd þegar hún stóð í tvígang fyrir vopnuðum átökum við bandarísk alríkisyfirvöld um yfirráð yfir opinberu landi. Í fyrra skiptið neituðu Cliven Bundy, nautgripastórbóndi, og synir hans að greiða alríkisstjórninni fyrir notkun á vernduðu alríkislandi sem þeir höfðu beitt nautgripum sínum á um áratugaskeið. Þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust leggja hald á nautgripina söfnuðustu hundruð stuðningsmanna Bundy-fjölskyldunnar saman á búgarði hennar í Bunkerville í Nevada og komu í veg fyrir það árið 2014.Stöðvuðu fulltrúa alríkisstjórnarinnar gráir fyrir járnumUmsátursástand upphófst í kjölfarið en sumir stuðningsmanna fjölskyldunnar mættu gráir fyrir járnum. Hótuðu þeir að skjóta ef lögreglan hæfi aðgerðir gegn þeim. Bundy og synir hans Ammon og Ryan voru ákærðir fyrir líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni, vopnalagabrot og fyrir að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við umsátrið. Á endanum þurftu fulltrúar alríkisstjórnarinnar frá að hverfa. Átökin voru talinn mikill sigur fyrir hreyfingu sem er andsnúin yfirráðum alríkisstjórnarinnar yfir landsvæðum í vesturhluta Bandaríkjanna. Bundy varð að hetju sumra hægrisinnaðra aðgerðasinna í Bandaríkjunum þó að glansinn hafi farið að hluta til af honum þegar upptökur skutu upp kollinum þar sem nautgripaeigandinn heyrðist tala um að bandarískir blökkumenn hefðu það ef til vill betra sem þrælar.Ammon Bundy var helsti leiðtogi hústökumannanna á náttúruverndarsvæðinu í Oregon í janúar 2016.Vísir/GettyUmsátur í Oregon endaði með mannfalliSynirnir tveir leiddu síðar vopnað umsátur á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon-ríki sem þeir sölsuðu undir sig í janúar árið 2016 til að mótmæla fangelsun tveggja bænda sem höfðu kveikt í alríkislandi. Því lauk eftir nokkrar vikur með átökum við lögreglu sem leiddi til þess að einn forsprakka hópsins var skotinn til bana. Kviðdómur í Oregon hafði þegar sýknað Ammon og Ryan vegna umsátursins þar fyrir tveimur árum. Eftir stóðu þá ákærurnar vegna umsátursins á búgarðinum í Nevada tveimur árum áður. Dómari ógilti hins vegar réttarhöldin í því máli eftir að verjendur Bundy-fjölskyldunnar sökuðu saksóknara um að halda frá þeim upplýsingum.Lýsir sér sem pólitískum fangaÍ gær synjaði dómari í Las Vegas svo saksóknurunum um að leggja ákærurnar fram aftur vegna misferlis þeirra, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Washington Post segir að tveir aðrir synir Cliven eigi enn yfir höfði sér ákærur vegna umsátursins í Bunkerville. Cliven Bundy, sem er 71 árs gamall, var í kjölfarið sleppt úr fangelsi þar sem hann hefur dúsað síðustu tvö árin. „Mér líður nokkuð vel. Ég er ekki vanur því að vera frjáls. Ég hef verið pólitískur fangi,“ sagði Bundy þegar hann kom úr fangelsinu. Náttúruverndar- og umhverfissinnar eru þó ekki sáttir við niðurstöðuna. Þeir telja að hún komi til með að efla þá sem standa upp í hárinu á alríkissyfirvöldum sem reyna að vernda opinbert land, að því er segir í frétt Washington Post. Sérfræðingar óttast jafnframt að niðurstaðan muni leiða til þess að fleiri hópar muni reyna sambærilegar aðgerðir og Bundy-fjölskyldan gegn alríkisstjórninni.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi síðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira