Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 11:28 Cliven Bundy vakti athygli þegar hann sagði að blökkumenn væru ef til vill hamingjusamara ef þeir væru ennþá þrælar í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Fjölskylda búgarðseigenda frá Nevada slapp undan ákærum um líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni og vopnalagabrot þegar alríkisdómari vísaði þeim frá í gær. Dómsigur fjölskyldunnar er talinn vera vatn á myllu vopnaðra sveita hægriöfgamanna í Bandaríkjunum. Bundy-fjölskyldan frá Nevada varð alræmd þegar hún stóð í tvígang fyrir vopnuðum átökum við bandarísk alríkisyfirvöld um yfirráð yfir opinberu landi. Í fyrra skiptið neituðu Cliven Bundy, nautgripastórbóndi, og synir hans að greiða alríkisstjórninni fyrir notkun á vernduðu alríkislandi sem þeir höfðu beitt nautgripum sínum á um áratugaskeið. Þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust leggja hald á nautgripina söfnuðustu hundruð stuðningsmanna Bundy-fjölskyldunnar saman á búgarði hennar í Bunkerville í Nevada og komu í veg fyrir það árið 2014.Stöðvuðu fulltrúa alríkisstjórnarinnar gráir fyrir járnumUmsátursástand upphófst í kjölfarið en sumir stuðningsmanna fjölskyldunnar mættu gráir fyrir járnum. Hótuðu þeir að skjóta ef lögreglan hæfi aðgerðir gegn þeim. Bundy og synir hans Ammon og Ryan voru ákærðir fyrir líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni, vopnalagabrot og fyrir að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við umsátrið. Á endanum þurftu fulltrúar alríkisstjórnarinnar frá að hverfa. Átökin voru talinn mikill sigur fyrir hreyfingu sem er andsnúin yfirráðum alríkisstjórnarinnar yfir landsvæðum í vesturhluta Bandaríkjanna. Bundy varð að hetju sumra hægrisinnaðra aðgerðasinna í Bandaríkjunum þó að glansinn hafi farið að hluta til af honum þegar upptökur skutu upp kollinum þar sem nautgripaeigandinn heyrðist tala um að bandarískir blökkumenn hefðu það ef til vill betra sem þrælar.Ammon Bundy var helsti leiðtogi hústökumannanna á náttúruverndarsvæðinu í Oregon í janúar 2016.Vísir/GettyUmsátur í Oregon endaði með mannfalliSynirnir tveir leiddu síðar vopnað umsátur á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon-ríki sem þeir sölsuðu undir sig í janúar árið 2016 til að mótmæla fangelsun tveggja bænda sem höfðu kveikt í alríkislandi. Því lauk eftir nokkrar vikur með átökum við lögreglu sem leiddi til þess að einn forsprakka hópsins var skotinn til bana. Kviðdómur í Oregon hafði þegar sýknað Ammon og Ryan vegna umsátursins þar fyrir tveimur árum. Eftir stóðu þá ákærurnar vegna umsátursins á búgarðinum í Nevada tveimur árum áður. Dómari ógilti hins vegar réttarhöldin í því máli eftir að verjendur Bundy-fjölskyldunnar sökuðu saksóknara um að halda frá þeim upplýsingum.Lýsir sér sem pólitískum fangaÍ gær synjaði dómari í Las Vegas svo saksóknurunum um að leggja ákærurnar fram aftur vegna misferlis þeirra, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Washington Post segir að tveir aðrir synir Cliven eigi enn yfir höfði sér ákærur vegna umsátursins í Bunkerville. Cliven Bundy, sem er 71 árs gamall, var í kjölfarið sleppt úr fangelsi þar sem hann hefur dúsað síðustu tvö árin. „Mér líður nokkuð vel. Ég er ekki vanur því að vera frjáls. Ég hef verið pólitískur fangi,“ sagði Bundy þegar hann kom úr fangelsinu. Náttúruverndar- og umhverfissinnar eru þó ekki sáttir við niðurstöðuna. Þeir telja að hún komi til með að efla þá sem standa upp í hárinu á alríkissyfirvöldum sem reyna að vernda opinbert land, að því er segir í frétt Washington Post. Sérfræðingar óttast jafnframt að niðurstaðan muni leiða til þess að fleiri hópar muni reyna sambærilegar aðgerðir og Bundy-fjölskyldan gegn alríkisstjórninni. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Fjölskylda búgarðseigenda frá Nevada slapp undan ákærum um líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni og vopnalagabrot þegar alríkisdómari vísaði þeim frá í gær. Dómsigur fjölskyldunnar er talinn vera vatn á myllu vopnaðra sveita hægriöfgamanna í Bandaríkjunum. Bundy-fjölskyldan frá Nevada varð alræmd þegar hún stóð í tvígang fyrir vopnuðum átökum við bandarísk alríkisyfirvöld um yfirráð yfir opinberu landi. Í fyrra skiptið neituðu Cliven Bundy, nautgripastórbóndi, og synir hans að greiða alríkisstjórninni fyrir notkun á vernduðu alríkislandi sem þeir höfðu beitt nautgripum sínum á um áratugaskeið. Þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust leggja hald á nautgripina söfnuðustu hundruð stuðningsmanna Bundy-fjölskyldunnar saman á búgarði hennar í Bunkerville í Nevada og komu í veg fyrir það árið 2014.Stöðvuðu fulltrúa alríkisstjórnarinnar gráir fyrir járnumUmsátursástand upphófst í kjölfarið en sumir stuðningsmanna fjölskyldunnar mættu gráir fyrir járnum. Hótuðu þeir að skjóta ef lögreglan hæfi aðgerðir gegn þeim. Bundy og synir hans Ammon og Ryan voru ákærðir fyrir líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni, vopnalagabrot og fyrir að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við umsátrið. Á endanum þurftu fulltrúar alríkisstjórnarinnar frá að hverfa. Átökin voru talinn mikill sigur fyrir hreyfingu sem er andsnúin yfirráðum alríkisstjórnarinnar yfir landsvæðum í vesturhluta Bandaríkjanna. Bundy varð að hetju sumra hægrisinnaðra aðgerðasinna í Bandaríkjunum þó að glansinn hafi farið að hluta til af honum þegar upptökur skutu upp kollinum þar sem nautgripaeigandinn heyrðist tala um að bandarískir blökkumenn hefðu það ef til vill betra sem þrælar.Ammon Bundy var helsti leiðtogi hústökumannanna á náttúruverndarsvæðinu í Oregon í janúar 2016.Vísir/GettyUmsátur í Oregon endaði með mannfalliSynirnir tveir leiddu síðar vopnað umsátur á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon-ríki sem þeir sölsuðu undir sig í janúar árið 2016 til að mótmæla fangelsun tveggja bænda sem höfðu kveikt í alríkislandi. Því lauk eftir nokkrar vikur með átökum við lögreglu sem leiddi til þess að einn forsprakka hópsins var skotinn til bana. Kviðdómur í Oregon hafði þegar sýknað Ammon og Ryan vegna umsátursins þar fyrir tveimur árum. Eftir stóðu þá ákærurnar vegna umsátursins á búgarðinum í Nevada tveimur árum áður. Dómari ógilti hins vegar réttarhöldin í því máli eftir að verjendur Bundy-fjölskyldunnar sökuðu saksóknara um að halda frá þeim upplýsingum.Lýsir sér sem pólitískum fangaÍ gær synjaði dómari í Las Vegas svo saksóknurunum um að leggja ákærurnar fram aftur vegna misferlis þeirra, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Washington Post segir að tveir aðrir synir Cliven eigi enn yfir höfði sér ákærur vegna umsátursins í Bunkerville. Cliven Bundy, sem er 71 árs gamall, var í kjölfarið sleppt úr fangelsi þar sem hann hefur dúsað síðustu tvö árin. „Mér líður nokkuð vel. Ég er ekki vanur því að vera frjáls. Ég hef verið pólitískur fangi,“ sagði Bundy þegar hann kom úr fangelsinu. Náttúruverndar- og umhverfissinnar eru þó ekki sáttir við niðurstöðuna. Þeir telja að hún komi til með að efla þá sem standa upp í hárinu á alríkissyfirvöldum sem reyna að vernda opinbert land, að því er segir í frétt Washington Post. Sérfræðingar óttast jafnframt að niðurstaðan muni leiða til þess að fleiri hópar muni reyna sambærilegar aðgerðir og Bundy-fjölskyldan gegn alríkisstjórninni.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira