„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2018 10:34 Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Potturinn hafnaði á lóð leikskólans Kórs. Leikskólinn Kór Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir. Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir.
Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira