Innlent

Lagði hendur á barnsmóður sína

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni á tjaldstæði á Suðurlandi.
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni á tjaldstæði á Suðurlandi.
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni á tjaldstæði á Suðurlandi. Fréttablaðið greinir frá.

Árásin átti sér stað í maí árið 2016 þegar maðurinn var í landi eftir sex vikna túr úti á sjó að því er fram kemur í dómnum.

Maðurinn hafði setið að sumbli í hjólhýsi á svæðinu en að því loknu sinnaðist honum og konu hans. Þeim samskiptum lauk með því að hann sló hana ítrekað í höfuðið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgur á andliti. Þá reif hann í hár hennar með þeim afleiðingum að flygsur úr því rifnuðu af höfði hennar.

Parið var eitt til frásagnar en bæði voru ölvuð. Konan var þó talsvert minna ölvuð og þótti framburður hennar eiga sér stoð í ljósmyndum sem teknar voru á bráðamóttöku.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×